27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2492 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

59. mál, sundnám

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Jeg þakka síðasta ræðumanni (SigurjJ) fyrir þá ræðu, sem hann hefir haldið í minn stað, af því jeg var ekki viðstaddur í svipinn, og hefi jeg þar litlu við að bæta. Jeg vil aðeins benda á það, að ef till. háttv. þm. Dala. (BJ) verða samþyktar, þá er flestum sveitar- og bæjarfjelögum gert ómögulegt að halda uppi sundkenslu, því ef þær láta halda uppi sundkenslu, þá eru allir skyldir að læra sund. Þetta atriði í till. hv. þm. (BJ) var rætt allmikið við 2. umræðu, og þarf jeg ekki neinu við það að bæta, en get þessa aðeins háttv. þdm. til athugunar.