27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2493 í B-deild Alþingistíðinda. (1587)

59. mál, sundnám

Pjetur Ottesen:

Jeg vildi aðeins segja fáein orð út af orðalaginu á 1. gr. þessa í frv. Þar stendur, að lögin gildi fyrir; kaupstaði og sveitir, og orðið „kaupstaður“ grípur þá vitanlega líka yfir kauptúnin. Jeg tek þetta fram og vil sjerstaklega undirstrika það, vegna þess að nýlega hefir verið bygður dómur á því, að kaupstaður væri sjerstakt hugtak, er næði alls ekki yfir kauptúnin, heldur einungis þá staði, er hafa kaupstaðarrjettindi. Mjer þykir vænt um, að hjer er það ákveðið, að orðið „kaupstaður“ grípi yfir þetta hvorttveggja, eins og það líka vitanlega gerir og á að gera samkvæmt algengri í málvenju.