18.03.1925
Neðri deild: 36. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2539 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

74. mál, slysatryggingar

Jón Kjartansson:

Eins og jeg hefi þegar sagt, ættu takmarkanir á 2. lið 1. gr. að felast í sjerstakri reglugerð, sem um það yrði sett. Jeg skal taka sem dæmi, að þar er sagt undir lið c., að tryggingin nái til manna, sem vinna að byggingu nýrra húsa og breytingu á eldri húsum. Þá yrði í reglugerð að setja ákvæði um það. hvaða breytingar heyrðu undir lögin, — hversu stórvægileg breytingin þyrfti að vera o. s. frv. Þannig eru mörg ákvæði frv., sem verður að skipa með reglugerð jöfnum höndum og reynslan fæst.