29.04.1925
Neðri deild: 67. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2644 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

118. mál, herpinótaveiði

Björn Líndal:

Jeg vildi aðeins benda hv. 2. þm. Reykv. (JBald) á það, að ef hann greiðir atkvæði móti þessu frv., getur vel farið svo, að ýmsir fátækir sjómenn hjer í Reykjavík, sem honum er ant um, verði að lifa á því að afla innan við línuna, svo að jeg vona, að hv. þm. (JBald) hugsi sig tvisvar um, áður en hann greiðir atkvæði.