19.03.1925
Neðri deild: 37. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2653 í B-deild Alþingistíðinda. (1725)

99. mál, innheimta gjalda af erlendum fiskiskipum

Atvinnumálaráðherra (MG):

Þó að mál þetta heyri í rauninni undir fjrh., þá skal jeg leyfa mjer að segja örfá orð, þar sem hann er ekki viðlátinn sem stendur.

Vegna ummæla hv. þm. Str. (TrÞ) skal jeg taka það fram, að í frv. er ekki gert ráð fyrir, að lögreglustjórarnir fái nema alt að 25% innheimtulaun af gjaldi þessu, og er stjórninni ætlað að ákveða hundraðsgjaldið í hverju lögsagnarumdæmi fyrir sig og taka þá tillit til allra staðhátta á hverjum stað. Má því gera ráð fyrir, að innheimtulaunin verði sumstaðar ef til vill ekki hærri en 5—10%. En á stöku stað hagar svo til, að lögreglustjóri þarf að leigja bát í hvert skifti sem hann þarf að afgreiða skipsskjöl, en það kostar bæði tíma og fje. Jeg held, að hv. þm. (TrÞ) hafi ekki athugað þétta nægilega, en svona er það nú samt.

En ríkissjóður græðir í öllu falli, ef frv. þetta nær fram að ganga, græðir talsvert frá því sem nú er. Ennfremur verður skifting aukateknanna milli hinna einstöku lögreglustjóra mun rjettlátari.