09.05.1925
Efri deild: 73. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2748 í B-deild Alþingistíðinda. (1795)

116. mál, gengisskráning og gjaldeyrisverslun

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vil geta þess, að mjer finst dálítið óheppilegt að breyta því fyrirkomulagi. sem verið hefir og hefir í alla staði reynst vel. Jeg fæ ekki betur sjeð en að gengisnefndin hafi farið mjög vel með sín máli og mjer finst ekki rjett að breyta því, sem reynst hefir vel. En úr því á að breyta, sakna jeg þess, að í nefndina skuli ekki tekinn fulltrúi fyrir kaupendur gjaldeyris, heldur aðeins fyrir þá, er selja gjaldeyri.