25.02.1925
Neðri deild: 16. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2901 í B-deild Alþingistíðinda. (1841)

50. mál, tollalög

Fjármálaráðherra (JÞ):

Það er rjett, að upphaflega á þinginu 1921 var mál þetta borið fram af fjárhagsástæðum, eða rjettara sagt sem tilraun til að auka tekjur ríkissjóði til handa. En nú hefir reynslan sýnt, að með þessu hefir ekki tekist að auka tekjurnar sjerstaklega. Eins er því haldið fram nú, að það sje af engum ástæðum öðrum, að þetta frv. er borið fram, m. ö. o. af fjárhagsástæðum ríkissjóðs. Um tóbaksbindindi eða tóbaksnotkun ætla jeg ekki að tala sjerstaklega, en hitt segi jeg, að það er ekki rjett litið á málið af hv. þm. Str. (TrÞ), er hann segir, að verið sje að skerða tekjur ríkissjóðs með frv., þó jeg hinsvegar viðurkenni, að deila megi um, hvort frv. muni ríkissjóð um fáa tugi þúsunda á annanhvorn veginn.