22.04.1925
Neðri deild: 62. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2940 í B-deild Alþingistíðinda. (1859)

50. mál, tollalög

Jón Baldvinsson: Það, sem jeg ætlaði að segja, er það, að jeg kann ekki við, að þetta frv. fari svo út úr deildinni, að ekki sjáist, hvernig með þetta mál er farið. Jeg vil sjerstaklega benda á að í raun og veru fer atkvgr. um frv. á annan veg en vant er um frv. þau, sem samþykt eru það gengur fram með þeim atkvæðafjölda deildarmanna, sem annars fellir mál, það er með 14:14 atkv. Því er sem sje lýst yfir af 14 deildarmönnum að þeir telji þessa einkasölu hafa gert afarmikið gott en það er aðeins þetta missmíði á atkvgr., að einn af þessum 14, hæstv. atvrh. (MG). greiðir ekki atkv., þótt hann sje sannfærður um, að rjett sje að fella frv. um afnám tóbakseinkasölunnar.