22.04.1925
Neðri deild: 62. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3013 í B-deild Alþingistíðinda. (1880)

50. mál, tollalög

Jón Baldvinsson:

Hv. frsm. meiri hl. (JakM) svaraði þeim orðum. er jeg hafði eftir einum nefndarmanna í dýrtíðarnefnd hæstv. stjórnar, með því að benda á, að eitt kaupfjelag hjer í Reykjavík hefði tapað fje. Þetta er ekkert svar. Þó að eitt kaupfjelag fari á höfuðið á þeim tíma, sem hundruð kaupmanna flosna upp hjer, er engin ástæða til að taka það fram. Þetta er því engin sönnun hjá hv. frsm. um kosti frjálsrar verslunar.

Þetta verður sennilega í síðasta skifti í lok þessa þáttar málsins, sem jeg fæ að tala, og vildi jeg láta fylgja vísu. Það hefir þegar verið sögð saga, sem átti vel við. Og vísan, sem jeg vildi láta fylgja málinu út úr þessari hv. deild, hefir líka verið ort um sumarmálin einu sinni, og þykir mjer hún eftir öllum atvikum eiga vel við. En hún er svona:

„Sálaður á síðu lá

sauður feitur garði hjá,

fyrrum frár á velli.

Krunk, krunk, nafnar, komið hjer,

krunk, krunk, því oss búin er

krás á köldu svelli.“