28.04.1925
Efri deild: 62. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3044 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

50. mál, tollalög

Forseti (HSteins):

Mjer skildist á hv. 5. landsk. þm. (JJ), að jeg hefði beitt hlutdrægni við afgreiðslu eins máls á síðasta þingi. Fyrri grein hlutaðeigandi frv. var feld. Síðari greinin gekk með afbrigðum gegnum deildina. Nú var það vitanlegt að frv. gat ekki náð fram að ganga, ef þessar breytingar hefðu verið settar aftur inn í neðri deild, sem áður voru feldur. Það hafði því alls enga þýðingu að bíða þess að Nd. hefði afgreitt málið. Jeg mótmæli því eindregið öllum aðdróttunum um hlutdrægni af minni hálfu.