24.03.1925
Neðri deild: 41. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (19)

1. mál, fjárlög 1926

Atvinnumálaráðherra (MG):

Um þetta bifreiðarmál, er hv. 3. þm. Reykv. (JakM) nefndi, skal jeg segja eins og er. Mál þetta afgreiddist skakt. Jeg hafði skrifað neitandi svar, en í misgripum varð það játandi hjá Vigfúsi Einarssyni fulltrúa. Slíkt getur altaf komið fyrir, jafnvel hjá bestu skrifstofumönnum eins og honum.

Það, sem sami hv. þm. sagði um fossavirkjunarmálið, er ekki rjett. Ekkert leyfi hefir verið gefið, en stjórnin hefir sagt einum umsækjanda, að ef saman gengi um alla skilmála, þá mundi geta orðið af því, að leyfi fengist. Allsherjarnefnd hefir verið afhent málið, og þar geta háttv. þm. fengið að sjá, hvað í því hefir gerst.

Jeg vildi aðeins gera þessa stuttu athugasemd strax.