11.05.1925
Efri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3176 í B-deild Alþingistíðinda. (1931)

50. mál, tollalög

Forsætisráðherra (JM):

Jeg bjóst ekki við, að hv. 5. landsk. (JJ) myndi skilja það, sem jeg sagði, enda virðist honum örðugt um að greina hugtökin hvort frá öðru. (JJ: Hæstv. forsrh. er að verða barn). Þetta getur verið, en óþarfi er að vera að brýna mann á því; enda mun sá, sem í hlut á, síðast finna til þess sjálfur eða vita af því. (JJ: Það sjest líka).

Hv. 5. landsk. gekk illa að verja afstöðu sína í prestakallamálinu, sem von var til. Hann telur sig vera andstæðan fjölgun prestakalla, en greiðir þó atkvæði með þeirri einu till. í þá átt, er nú kom fram á þingi. (JJ: En hv. þm. Seyðf.?). Hv. 5. landsk. þýðir ekki að tala eins og hann hefir gert. Hann ætti að reyna að rannsaka sinn eiginn barm og hverfa að skynsamlegu viti, í stað þess að halda áfram uppteknum hætti.