23.02.1925
Neðri deild: 14. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3177 í B-deild Alþingistíðinda. (1933)

60. mál, kosningar til Alþingis

Flm. (Halldór Stefánsson):

Þetta frv. er shlj. frv., sem afgreitt var til stjórnarinnar frá Ed. á síðasta þingi með rökstuddri dagskrá. Þá var stjórninni falið að taka málið til athugunar og leggja fyrir næsta þing. Þetta hefir stjórnin ekki gert, og því höfum við flm. tekið það upp.

Frv. ætti ekki að þurfa langar umr. Má vísa í umr. frá síðasta þingi. Hv. Ed. fjelst á aðalástæðurnar, þó um nokkur atriði væri deilt. En þetta er hv. þm. kunnugt, og þarf jeg ekki að rifja það upp. Verður ef til vill ástaða til þess síðar. Óska jeg, að málið geti gengið greiðlega fram. Sje ekki ástæðu til að gera till. um að setja það í nefnd, þar sem það var hjá nefndum í báðum deildum í fyrra. Þó er jeg því ekki mótfallinn, ef menn vilja.