30.04.1925
Neðri deild: 68. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3181 í B-deild Alþingistíðinda. (1944)

60. mál, kosningar til Alþingis

Jón Baldvinsson:

Jeg skal ekki gefa frekara tilefni til umr. um þetta mál, sem er gamalt deilumál. Að frv. er mjög mikil rjettarbót fyrir þá, sem heima eiga í sveitum, þar sem torfært er til kjörstaðar. En jeg vil beina þeirri spurningu til hv. 1. þm. N.-M. (HStef), hvort ekki væri reynandi að athuga, hvort ekki mundi hægt að koma á þeirri breytingu, að kjördæmaskipun væri hentugri en nú er. Og jeg hefi líka minst á það fyr á Alþingi, hvort ekki ætti að hafa kosningar fyr á haustin í sveitum og geyma atkvæðakassana til hins reglulega kjördags. Finst mjer, að 10. september væri hæfilegur dagur, eins og áður var, og þarf þá ekki að bíða með atkvæðakassana lengur en fram í október. En nú er beðið eftir kössunum eftir kosningar alt að mánuði í sumum sveitum.

Jeg vildi aðeins benda þeim mönnum á þetta, er áhuga hafa fyrir þessu máli, því að þetta þarf vandlega að athugast.