14.04.1925
Neðri deild: 55. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3189 í B-deild Alþingistíðinda. (1963)

111. mál, útvarp

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vildi beina athygli þeirrar nefndar, sem fær mál þetta til meðferðar, að því, að hjer eru ekki settar hærri kröfur en það, að stöðin hafi 150 km. varpvídd, og þá nær hún einungis yfir suðvesturfjórðung landsins. Frv. heimilar þó að gera hærri kröfur. En jeg hygg, að ef setja á kröfurnar lægra en svo, að stöðin nái um alt land, þá geri hún tiltölulega lítið gagn; og gæti þá þetta einkaleyfi tafið það, að betri framkvæmdir kæmust á.