14.04.1925
Neðri deild: 55. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3194 í B-deild Alþingistíðinda. (1969)

111. mál, útvarp

Flm. (Jakob Möller):

Jeg held, að það sje misskilningur, að enska fjelagið megi ekki taka nema 7% af tækjasölunni. Þó skal jeg ekkert um það deila. En það er, eins og jeg gat um áður, öðru máli að gegna, af því að verksmiðjurnar sjálfar eru meðlimir útvarpsfjelagsins og græða á sölunni til þess. Annars er alveg óþarfi að deila um þetta.

Ef hægt er að safna fje hjer á landi til þess að koma þessu á fót, þá er það náttúrlega gott, og er í frv. nokkur trygging fyrir að það verði gert.

Jeg held fastlega við það, að málinu skuli vísað til sjútvn. Viðurkenni þó fullkomlega að þetta gæti átt heima í mentmn., en finst sú hliðin sem snýr að útveginum, mest knýjandi. Sjútvn. á að sjá um að þetta komist í framkvæmd.