13.05.1925
Efri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3313 í B-deild Alþingistíðinda. (2087)

34. mál, mannanöfn

Frsm. minni hl. (Jónas Jónsson):

Þar sem jeg er í minni hl. í allshn., vil jeg stuttlega gera grein fyrir skoðun minni á máli þessu. Að vísu álít jeg skoðanir hv. meiri hl. þannig, að ekki er langt frá því, að jeg geti fallist á þær, ef ekki fæst annað betra. Jeg býst við því, að tiltölulega auöveldast muni vera að fá menn til að sætta sig við þá ráðstöfun, að bönnuð verði ný ættarnöfn, en þau lögð niður, sem tiltölulega stutt er síðan tekin voru.

Þessi siður, sem sýndist ætla að ná mikilli útbreiðslu, að menn hættu að kenna sig til feðra sinna, er nú að leggjast niður.

Jeg hefði helst kosið, að frv. næði óbreytt fram að ganga, en get þó ekki lagst af kappi á móti brtt. hv. meiri hl., þar sem jeg játa, að þær eru spor í rjetta átt, frá því sem nú er.