14.05.1925
Efri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3326 í B-deild Alþingistíðinda. (2097)

34. mál, mannanöfn

Ingvar Pálmason:

Jeg hefi leyft mjer að bera fram brtt. við 3. gr. frv., sem jeg vona, að sjeu svo skýrar, að ekki þurfi um þær langa framsögu. Í megindráttunum líkjast þær brtt. hv. meiri hl. allshn., sem feldar voru hjer við 2. umr., en þó ber nokkuð á milli. Má þar einkum nefna, að samkv. brtt. mínum mega þeir, sem nú bera ættarnöfn yngri en frá síðustu alda- mótum, en án staðfestingar samkv. lögum nr. 41, 1913, aðeins halda þeim meðan þeir lifa, en afkomendurnir ekki.

Önnur brtt. mín er sú, að kona fái að bera löglegt ættarnafn manns síns. Jeg veit, að þetta er meiningin samkv. frv. eins og það er nú, en ekki spillir, að það sje skýrt tekið fram í lögunum. Jeg hafði tilhneigingu til að bera fram enn víðtækari brtt., en eftir atkvgr. í gær að dæma sá jeg enga von um að fá þær samþyktar, en hinsvegar vil jeg ekki ganga að frv. óbreyttu, og hefi því borið þessar brtt. fram.