14.05.1925
Efri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3326 í B-deild Alþingistíðinda. (2098)

34. mál, mannanöfn

Frsm. meiri hl. (Eggert Pálsson):

Frá hálfu meiri hl. allshn. er ekkert við brtt. hv. 2. þm. S.-M. (IP) að athuga, þar sem þær stefna mjög í sömu átt sem brtt. meiri hl. við 2. umr. Sá munur, sem kann að vera á till., getur ekki valdið því, að meiri hl. vilji ekki sætta sig við þessar brtt. Munurinn er einkum sá, að nú eiga þeir, sem tekið hafa ættarnafn eftir aldamót, en hafa ekki aflað sjer löglegrar heimildar samkv. 9. gr. laga nr. 41 1913, ekki að fá að halda nöfnunum fyrir ófædda afkomendur sína; en jeg hygg, að slík tilfelli sjeu alveg hverfandi fá. Að því er snertir viðbótarákvæðið, að kona skuli hafa leyfi til að bera ættarnafn manns síns, þá held jeg það geri hvorki til nje frá. Það segir sig sjálft, að ef maðurinn hefir ótvíræðan rjett til að bera ættarnafn, þá hefir kona hans alveg sama rjett. Þetta verður aðeins enn skýrara samkv. brtt. háttv. þm. (IP), en hefði hinsvegar aldrei valdið misskilningi, þó að ekkert hefði um það staðið í lögunum.