14.05.1925
Efri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3336 í B-deild Alþingistíðinda. (2106)

34. mál, mannanöfn

Ingvar Pálmason:

Jeg hefi litlu að svara. Sá eini, sem hefir andmælt brtt. að ráði, var hv. þm. A.-Húnv. (GÓ), sem vildi vísa brtt. frá. Hæstv. forseti (H- Steins) hefir nú svarað honum nægilega

Annars get jeg getið þess, að jeg ber þessa brtt. fram af því, að mjer virtist auðsætt af atkvgr. í gær, að frv. yrði felt, ef því væri ekki breytt í þessa átt. Virðist mjer nú, sem hv. fylgismenn megi betur sætta sig við þessa brtt. en þau málalok.

Það var mjög eðlilegt, að hv. 1. landsk. (SE) væri á móti brtt. Hann er á móti málinu í heild. Annars vil jeg benda á það, að í ræðu hans kom það fram, að hjer í Reykjavík er tungunni allmikið misþyrmt sakir ættarnafnanna, og því ástæða til, að slíkt frv. sem þetta komi fram.