14.05.1925
Efri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 3336 í B-deild Alþingistíðinda. (2107)

34. mál, mannanöfn

Guðmundur Ólafsson:

Háttv. 2. þm. S.-M. þóttist hafa komið með þessa brtt. vegna mín og annara, sem vildum, að málið næði fram að ganga. Jeg get ekki metið þessa tilraun mikils og mun greiða atkv. á móti þessari brtt. eins og á móti samskonar brtt. í gær.

Mig furðaði ekki á úrskurði hæstv. forseta (HSteins); þóttist vita að hann yrði á þessa leið. Rjett er það að vísu, að talsvert hefir verið puntað upp á orðalagið, en efnisbreytinguna sje jeg ekki enn. En ljóst er það, að þingsköpin eru rýmri en manni virðist, er maður les þau.