11.02.1925
Efri deild: 4. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 5 í C-deild Alþingistíðinda. (2194)

19. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Forsætisráðherra (JM):

Þetta frv. er, eins og 1. frv., sem var hjer á dagskrá í dag, runnið frá sparnaðarnefndinni. Ástæðan fyrir frv. er, eins og tekið er fram í greinarg., engin önnur en sú, að nauðsynlegt er að afla fjár, til þess að styðja byggingu landsspítala. Þörf hans verður æ brýnni og brýnni, með ári hverju. En ef hægt væri að flýta fyrir byggingu spítalans á þennan hátt, auk styrks þess, sem kvenþjóðin hefir heitið, þá er sparnaðarnefndin þeirrar skoðunar, að rjett sje að skifta skemtanaskattinum milli spítalans og þjóðleikhússins, eins og í frv. segir. Er svo ekki ástæða til að orðlengja frekar um svo einfalt mál. Menn verða að gera það upp við sig, hvort þeir vilja flýta byggingu landsspítalans með því að leggja honum til það fje, sem frv. fer fram á.