05.05.1925
Efri deild: 68. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 998 í B-deild Alþingistíðinda. (224)

1. mál, fjárlög 1926

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vildi segja hjer nokkur orð út af misskilningi 2 hv. þdm. á brtt. á þskj. 447,XXIV, um að 25. gr. falli burt. Þessi tillaga á aðeins við það, að greinin falli burtu eins og hún er nú. En í henni stendur nú aðeins eftirgjöf á þrem lánum úr viðlagasjóði, og samkvæmt tillögum mínum eru þær eftirgjafir komnar inn í aðrar gr. frv., svo þessi burtfelling er aðeins afleiðing af þeim tillögum.

Jeg segi ekkert um ábyrgðarheimildir þar, sem nú er farið fram á að setja inn í 25. gr. og nema alls 245 þús. kr. Jeg vísa aðeins til þess, sem jeg sagði um það við 2. umr. Jeg óska eftir því að vera laus við allar heimildir til þess að ábyrgjast lán fyrir hönd ríkissjóðs.