16.03.1925
Neðri deild: 34. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í C-deild Alþingistíðinda. (2244)

15. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Ásgeir Ásgeirsson:

Vegna ummæla hæstv. forsrh. um 1. gr. frv., vil jeg láta þess getið, að í raun og veru er jeg henni fylgjandi. En eins og gerist í nefndum, þegar samkomulag er um aðalatriði málsins, þá verður oft að sætta sig við að fá ekki allan sinn vilja, til þess að koma því fram, sem mest er um vert. Af þessum orsökum verð jeg nú að greiða atkv. móti 1. gr. frv., þó jeg í rauninni sje henni fylgjandi, og geri það í því trausti, að fræðslumálastjóri og hæstv. kenslumálaráðherra (JM) framkvæmi ákvæði greinarinnar eins og þau væru í lögum.