12.02.1925
Efri deild: 5. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í C-deild Alþingistíðinda. (2250)

17. mál, kvennaskólinn í Reykjavík

Forsætisráðherra (JM):

Jeg get ekki sjeð neina ástæðu til annars en að málið gangi nú þegar til nefndar, en nefndin myndi sennilega ekki afgreiða það svo fljótt, að ekki ynnist tími til að koma með annað frv., sem gæti orðið samferða, ef óskað er. Jeg vildi því mælast til, að hv. 2 landsk. (SJ) vildi lofa málinu að ganga áfram í deildinni nú; jeg sje ekki, að það geti skaðað nokkurn mann eða málstað. Jeg skal ekki vekja neinar umræður um málið að þessu sinni, en vísa aðeins til greinargerðar forstöðunefndarinnar, sem frv. fylgir.