13.03.1925
Neðri deild: 32. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 247 í C-deild Alþingistíðinda. (2333)

39. mál, vegalög Suðurlandsvegur

Bjarni Jónsson:

Jeg sje, að háttv. samgmn. hefir eigi þóknast að fallast á frv. mitt, og ætlar því sömu forlög sem hinum öðrum frv. um þetta efni. (Forseti, BSv: Háttv. þm. Dala. hefir víst ekki tekið eftir því, að frv. eru ekki öll til umr. í senn, en verða tekin fyrir eftir röð á dagskrá, hvert á fætur öðru.) — Þá bið jeg afsökunar, því þetta varaðist jeg eigi, jeg hugði þau ættu öll í einu að leggjast í sömu gröfina, og því hefi jeg ekki fleira að segja í þetta sinn. En jeg veit, að háttv. þm. A.-Sk. (ÞorlJ) mun vilja láta veita fje til þessa — sem og annara slíkra vega — í fjárlögunum, enda er það betra en láta þessi frv. okkar ganga gegn dauða af hendi samgmn. Skal jeg því ekki mæla á móti frv. hans, því jeg veit, að hann muni þá vilja styðja mig með atkv. sínu til að fá fjárveitingu í fjárlögum til þessara vega, sem jeg hefi með höndum, enda skal honum koma gagnkvæm hjálp frá mjer, til sinna vegamála.