14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í C-deild Alþingistíðinda. (2347)

62. mál, vegalög Norðurlandsvegur

Hákon Kristófersson:

Jeg skal ekki tefja lengi hv. deild. En jeg vildi ekki láta hv. frsm. nefndarinnar haldast uppi að fara með þau ósannindi, að ekki einn maður, hvað þá fleiri, hefðu verið frv. hlyntir, því að við vorum það báðir, hv. þm. N.-Ísf. (JAJ) og jeg.

Þegar hv. 1. þm. S.-M. (SvÓ) slær þessu fram og öðru eins, fer jeg mjög að efast um, að heyrn hans sje í góðu lagi. Og jeg vil leyfa mjer að segja, að það fer mjög illa á því, að frsm. nefndar segi meðnefndarmenn sína fara með ósannindi.

En hv. þm. Dala. vildi jeg segja það, að jeg mun fyrirgefa honum hans ummæli, með því að augljóst er, að hann veit ekki hvað hann er að gera.