16.03.1925
Neðri deild: 34. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í C-deild Alþingistíðinda. (2369)

45. mál, bann gegn botnvörpuveiðum

Jón Baldvinsson:

Það er vandlifað í heimi þessum. Um daginn bar jeg fram samhljóða frv. og í fyrra, og þótti það þá vítavert. En nú í þessum umr. ákúrar hv. þm. Borgf. (PO) mig fyrir, að jeg skuli ekki bera fram sömu till. og í fyrra. (PO: Jeg var að hrósa því!) Ekki gat jeg skilið tóninn svo. Mjer gat helst skilist, að hv. þm. (PO) vildi þröngva mjer til að vera á móti frv., sem hann sjálfur flytur. En jeg ætla ekki að gera það. Jeg ætla að vera með þessu frv. nú eins og í fyrra. Hann kallaði till. mína fleyg. það var hún ekki. Jeg taldi aðeins, að sanngjarnast væri að refsa þyngst fyrir þau brot, sem framin eru á þeim svæðum, sem mest tjón hlýst af þeim. Og jeg er enn á sömu skoðun, en bjóst ekki við, að till. mín hefði fremur fylgi nú en í fyrra og kom því ekki með hana, en mun fylgja þessu frv.

Þessa aths. taldi jeg rjett að gera út af ómaklegri árás hv. þm. Borgf. (PO) á mig um daginn.