14.04.1925
Efri deild: 51. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í C-deild Alþingistíðinda. (2444)

82. mál, sala á hluta af kaupstaðarlóð Vestmannaeyjabæjar

Ingvar Pálmason:

Jeg skal taka það fram, að jeg get fyrir mitt leyti verið þessari till. fylgjandi. Jeg hefi að vísu eigi borið mig saman við meðnefndarmenn mína, enda geri jeg ráð fyrir, að þeir láti sjálfir skoðun sína í ljós.

Jeg býst við því, að með því að samþykkja þessa till. náist það, sem oss andstæðingum frv. hefir þótt á skorta: ítarlegar upplýsingar um alt, er að þessu máli lýtur. Jeg get því vel fylgt till., og það því fremur, þar sem þar er gert ráð fyrir, að matsgerðin verði lögð fyrir næsta þing, áður en sala fer fram. Með því er það trygt, sem fyrir oss hefir vakað.