17.03.1925
Neðri deild: 35. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í C-deild Alþingistíðinda. (2505)

33. mál, lærði skólinn

Forsætisráðherra (JM):

Jeg ætla aðeins að segja örfá orð við þessa umr. Það má nærri geta, að jeg myndi greiða þessu frv. atkv. mitt, ef jeg ætti sæti í þessari hv. deild, þar sem jeg bar fram mjög líkt frv. á þingi 1921, en sem þá náði ekki fram að ganga. Annars ætla jeg að geyma mjer að tala alment um þetta mál, þangað til við 3. umr., því að jeg trúi því alls ekki, að svo merkilegt mál verði felt með rökstuddri dagskrá, sem ekki hefir við betri rök að styðjast en þau, sem hv. mentmn. hefir fært fram. Mig stórfurðar á nál. hv. nefndar um slíkt mál, en vona þó, að annað geti ekki komið til mála en að frv. verði vísað til 3. umr. Þá mun jeg ræða málið frekar, þar sem þingsköp mæla svo fyrir, að við 1. og 3. umr. skuli ræða málin alment, enda þótt dagskrártill. hv. mentmn. gefi að vísu tilefni til frekari umr. þegar við þessa 2. umr. málsins.

En vegna þess, að jeg gat ekki verið hjer viðstaddur við 1. umr., þá skal jeg nota tækifæri til að þakka hv. þm. Dala. (BJ) fyrir að hafa gerst flm. þessa frv.