01.04.1925
Neðri deild: 48. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í C-deild Alþingistíðinda. (2561)

96. mál, hvalveiðar

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg óska þess ekki, að málið verði tekið út af dagskrá, en vildi óska, að brtt. yrði ekki borin undir atkv., því að jeg er í engum vafa um það, að hún á ekki að vera orðuð eins og hún er. Það er hjer tilgangurinn, að hafa búsetuskilyrði, en svo á að vera jafnrjetti milli danskra og íslenskra ríkisborgara, og meiningin mun því vera, að þetta ákvæði um Íslenska ríkisborgara nái einnig til danskra ríkisborgara. Jeg minnist þess, að ýmsum lögum, jafnvel þeim, sem nú hafa legið fyrir þinginu, er ábótavant í þessu, og jeg tel heppilegra að leiðrjetta það, því að annars gæti litið svo út sem verið væri að reyna að komast hjá þessu ákvæði sambandslaganna. Jeg vil því mælast til, að till. verði tekin aftur og löguð til 3. umr.