03.04.1925
Neðri deild: 50. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í C-deild Alþingistíðinda. (2567)

96. mál, hvalveiðar

Frsm. meirihl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Sjávarútvegsnefnd hefir borið fram þrjár brtt. við þetta frv.

Sú fyrsta er borin fram eftir óskum þeirra, sem vilja friða hrefnuna. Er sýslunefndum heimilað að friða hana með sjerstökum samþyktum, enda staðfesti atvrh. samþyktina.

Næsta brtt. miðar eingöngu að því, að gera skýrara það ákvæði frv., sem þar er um að ræða, en breytir í engu þeirri meiningu, sem í þessu ákvæði átti að felast. Síðasta brtt. er fram borin eftir bendingu frá hæstv. atvrh. (MG). Sumir nefndarmenn litu svo á, að þessarar breytingar væri ekki þörf, en af því að fram kom ósk um, að brtt. væri borin fram, þá var það gert.

(Niðurlag ræðunnar vantar hjá skrifaranum. — Ásg. Ásg.)