03.04.1925
Neðri deild: 50. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 593 í C-deild Alþingistíðinda. (2569)

96. mál, hvalveiðar

Frsm. meirihl. (Ásgeir Ásgeirsson):

Út af síðustu ummælum hæstv. atvrh. skal jeg geta þess, að eftir núgildandi lögum eru allir skíðishvalir friðaðir.

Í sambandi við brtt. um friðun hrefnunnar, vil jeg benda á, að í Noregi hafa einstök fylki heimild til banna hvalveiðar algerlega fyrir sínu landi, og er þetta vegna skoðana fiskimanna þar á áhrifum hvala á síldargöngur.

Annars skal jeg geta þess, að sjútvn. felst á þann skilning, sem hæstv. atvrh. (MG) hefir látið í ljós á brtt. nefndarinnar við 2. gr., síðustu málsgrein.