14.04.1925
Neðri deild: 55. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 615 í C-deild Alþingistíðinda. (2590)

110. mál, aðflutningsbann á heyi

Magnús Torfason:

Það er aðeins bannheimildin, sem jeg ræði um. Jeg álít, að það eigi að samþykkja þetta þegar á þessu þingi, og er engin ástæða til að draga þetta mál; þetta er bláber heimild, sem aðeins verður notuð í nauðsynjum landsins. (MJ: Frv. skipar fyrir um bann, ef hætta er á ferðum.) Jeg álít enga hættu í því, að leyfa innflutning með ráði dýralækna, og vitanlega verður að treysta stjórninni til að fara svo með þessi lög sem rjett er að vænta af hverri stjórn, og getur ekkert orðið deiluatriði í þessu frv., nema ef það væri viðurlögin í 2. gr. frv., um að hey sje upptækt o. s. frv. Þó býst jeg varla við, að það atriði geti skift máli.