07.05.1925
Neðri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í C-deild Alþingistíðinda. (2608)

110. mál, aðflutningsbann á heyi

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg tel, að ekki sje hægt að nota í þessu tilfelli lögin frá 1920, sem dagskráin vísar til. þau lög voru sett vegna sýkingarhættu manna, en ekki dýra, og þótt svo kunni að vera, að menn geti sýkst af þessari umræddu veiki, er ómögulegt að telja hana meðal drepsótta á mönnum, og við þær eiga lögin frá 1920 eingöngu.