07.05.1925
Neðri deild: 74. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 635 í C-deild Alþingistíðinda. (2618)

110. mál, aðflutningsbann á heyi

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Jeg held, að hv. deild hafi komist að þeirri niðurstöðu, að rjettast sje að ganga að till. nefndarinnar, þeirri, sem hún bar fyrst fram. Sýnilega gætir helst til mikils kapps hjá sumum hv. þm., að halda því fram, að ekki þurfi að fá undanþágu. Hæstv. forseti mun minnast þess, að jeg fyrir hönd nefndarinnar tók till. hennar aftur við 2. umr. til þessarar umr., en úr því að hæstv. atvrh. (MG) sjer ekki fært að taka dagskrártill. til greina, tek jeg hana aftur, en legg það til, að upphaflega till. nefndarinnar verði samþykt. Jeg held, að eftir það, sem búið er að tala um þetta mál hjer í deild, sje það rjettasta leiðin í málinu.