14.03.1925
Neðri deild: 33. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 882 í C-deild Alþingistíðinda. (2712)

97. mál, ríkisborgararéttur

Forsætisráðherra (JM):

Jeg geri ráð fyrir, að þetta frv. beri með sjer alt, sem nauðsynlegt er um það að segja. Það er tekið fram í aths., hvaða skýrslur hafi borist með umsóknunum. Jeg fyrir mitt leyti hygg ekkert athugavert við að veita rjettindin þeim mönnum, er þar um ræðir. Fleiri umsóknir hafa komið, og væri kanske ástæða til að taka sumar þeirra til greina. En það skilyrði, sem mjer fanst ekki fyllilega nógu ljóst, að uppfylt væri, var búsetuskilyrðið.

Jeg legg til, að máli þessu verði vísað til allsherjarnefndar.