11.02.1925
Efri deild: 4. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í C-deild Alþingistíðinda. (2726)

14. mál, hegningarlög

Forsætisráðherra (JM):

Jeg get látið mjer nægja að vísa til greinargerðarinnar, hvað snertir þetta frv. Það á langa sögu. Þess hefir verið óskað þing eftir þing, að slík breyting á hegningarlögunum yrði gerð, en það hefir dregist að bera hana fram, meðfram vegna þess að það hefir legið í loftinu, að gerð yrði gagngerð breyting á öllum hegningarlögunum. Það er nokkuð langt síðan Þjóðverjar og Norðmenn endurskoðuðu sína hegningarlöggjöf, og nú mun það vera á döfinni í Danmörku. En slík endurskoðun tekur langan tíma, og jeg vona, að mönnum þyki betra en ekki að fá þennan kafla. A. m. k. er ekki óþarft að fá hjer ákvæði um okur og fjárglæfraspil. Vænti jeg, að hv. deild taki frv. vel og vísi því til allshn., að lokinni þessari umr.