02.04.1925
Efri deild: 45. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 919 í C-deild Alþingistíðinda. (2757)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg hefi leyft mjer að bera fram brtt. á þskj. 260 við frv. þetta, og eins og jeg gat um við 2. umr. málsins, þá er það undir því komið, hvort sú brtt. verður samþ., að jeg fylgi frv. Jeg skal geta þess, að jeg álít slík lög ekki sjerlega þýðingarmikil, en þó getur það komið að gagni, þá er laun kennara eru fastákveðin, að einnig sje ákvæði um það, að þeir kenni vissan stundafjölda. Laun kennara verða að vera svo rifleg, að þeir geti lifað af þeim.

Ef brtt. á þskj. 260 nær fram að ganga, mun jeg greiða frv. atkvæði mitt; annars ekki.