02.04.1925
Efri deild: 45. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 928 í C-deild Alþingistíðinda. (2762)

18. mál, fjöldi kenslustunda fastra kennara við ríkisskólana

Jóhannes Jóhannesson:

Það voru aðeins fáein orð til háttv. 1. þm. Eyf. (EÁ). Jeg vil benda honum á, að ef frv. verður að lögum óbreytt, þá getur kenslumálastjórnin eigi látið undir höfuð leggjast að auka við kenslustundafjöldann, en brtt. mín stefnir að því, að koma í veg fyrir þetta, fyr en launakjör kennaranna hafa verið bætt, frá því sem nú er.

Út af ummælum hv. þm. A.-Húnv. (GÓ) skal jeg gefa þær upplýsingar, að það hefir enginn kennari talað við mig um þetta. Jeg fer þar algerlega eftir minni eigin sannfæringu.