14.05.1925
Efri deild: 78. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 955 í C-deild Alþingistíðinda. (2795)

35. mál, löggiltir endurskoðendur

Jónas Jónsson:

Jeg vil geta þess viðvíkjandi öðru þessu máli, að það er dálítið vandasamt, og jeg get ekki greitt atkvæði með afbrigðum, með því að jeg hefi alls engan tíma haft til þess að athuga það. — Um hitt málið hefi jeg aftur ekkert að athuga. Jeg vil því biðja hæstv. forseta að leita afbrigðanna fyrir hvort mál út af fyrir sig.