20.02.1925
Neðri deild: 12. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í C-deild Alþingistíðinda. (2846)

49. mál, sveitarstjórnarlög

Flm. (Jón Sigurðsson):

Út af ummælum hv. 2. þm. Reykv. (JBald) vil jeg taka það fram, að við höfum leyft okkur að nota þetta orð, landshornafólk, eingöngu af því, að það er, að mínu viti, algengt að það sje notað nú orðið, án þess að í niðrandi merkingu þurfi að vera, þótt það að fornu fari kunni einkum að hafa verið notað í heldur niðrandi merkingu, svo sem eins og flækingar eða eitthvað þessháttar.