11.05.1925
Neðri deild: 77. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1121 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

1. mál, fjárlög 1926

Frsm. minni hl. (Bjarni Jónsson):

* Jeg skil í rauninni ekki í því, að þessi háttv. þm. (HK) leyfir sjer slíkt, því hann veit í hvaða tilgangi herra Magnús Friðriksson gaf þessar gjafir sínar. En þingmaðurinn hefir kannske haldið, að hann gæti komið því til leiðar, að Herdísarskólinn yrði settur í Flatey, og þá hefðu allir Barðstrendingar sent konur sínar og dætur til læringar út í Flatey. Hv. þm. gerir þetta auðvitað af velvilja til kjósenda sinna, en það er undarlegt, að honum skuli missýnast þannig í skólamálum, sem hann annars er mjög velviljaður jafnan eins og hann er fræðaelskur sjálfur, og enn undarlegra er það, að þetta missýni hans skuli bitna á fróðleiksfúsum námsmeyjum, sem búa annarsstaðar við Breiðafjörð en í hans kjördæmi, þar sem það er vitanlegt, að þingmaðurinn (HK) er mjög velviljaður allri kvenfræðslu, eins og hann er og velviljaður öllu kvenfólki yfirleitt.

*) Upphaf ræðunnar vantar í handr.