11.03.1925
Neðri deild: 30. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1047 í C-deild Alþingistíðinda. (2903)

88. mál, fátækralög

Atvinnumálaráðherra (MG):

Hv. 2. þm. Reykv. (JBald) mun bera frv. þetta fram alveg samhljóða frv. því, er hann bar hjer fram í fyrra. Jeg benti honum þá á það, að svo miklir gallar væru á frv., að það gæti ekki gengið fram. Ljet jeg hann þá fá brtt. við það, svo að það væri þó frambærilegt að forminu til. Nú hefir hann ekki tekið þær brtt. upp í frv., svo að hann vill augsýnilega ekki, að jeg fylgi því. Annars sagði jeg honum í fyrra, og segi enn, að þótt jeg vilji leiðrjetta löggjafarstíla hans, þá er ekki þar með sagt, að jeg sje frv. hans fylgjandi. Í fyrra komst það aldrei svo langt, vegna þess, að frv. kom ekki undir atkvæði. En því vil jeg bæta við nú, að jeg álít, að hv. þm. hefði ekki átt að þurfa heilan mánuð af þingtímanum til þess að afrita orðrjett frv. sitt frá í fyrra, og bendir það, hversu seint frv. kemur fram, á það, að honum sje það ekki áhugamál, að málið gangi fram, því að vel veit hann, að mál, sem ekki koma fram fyr en á mesta annatíma þingsins, eiga venjulegast erfitt uppdráttar.