11.03.1925
Neðri deild: 30. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í C-deild Alþingistíðinda. (2916)

89. mál, dýraverndun

Flm. (Magnús Jónsson):

Jeg er þakklátur hv. 2. þm. Rang. (KIJ) fyrir undirtektir hans. Þótt honum finnist upphaf frv. of rúmlega orðað, þá er það ekki annað en sem athugast verður í nefnd, jafnhliða því þá, hvort forsvaranlegt sje að bíða eftir dómsúrslitum að taka skepnu af manni, sem misboðið hefir henni. Mjer er kunnugt um, að þetta hefir verið framkvæmt hjer í bænum án dóms og ekki verið misnotað, enda ætti það ekki að orka tvímælis, að banna mönnum t. d. að nota meiddan hest eða haltan, sem kært hefir verið fyrir ómannúðlega meðferð á. Að vísu mun jeg láta mjer lynda, þó að hv. nefnd breyti frv. í það horf, sem hv. 2. þm. Rang. (KIJ) benti á. En vænna þætti mjer þó um, að það fengi fram að ganga óbreytt.