16.02.1925
Efri deild: 7. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1159 í C-deild Alþingistíðinda. (3018)

42. mál, húsmæðraskóli á Staðarfelli

Forsætisráðherra (JM):

Jeg verð að segja það, að jeg get ekki álitið, að jeg eigi að standa neitt fyrir þessu máli framar. Málið um húsmæðraskólann er lagt undir hæstv. atvrh. (MG), eftir því sem starfinu er skift og frv. sjálft segir til.

Hvað snertir gjafabrjef frú Herdísar Benedictsen, er það aðallega til hindrunar, að skólinn á að vera algerlega stofnáður og rekinn af fje sjóðsins, og ekki ætlast til, að hann verði að neinu leyti rekinn af ríkissjóðsfje, heldur beðið, þangað til sjóðurinn er orðinn nógu stór. Að öðru leyti þarf jeg engar upplýsingar að gefa nefndinni, því bæði gjafabrjefin og öll skjöl, sem að lúta, verða til afnota fyrir nefndina, hver sem hún verður. Jeg legg til, að það verði landbn.

Það er alveg rjett, sem hv. þm. (JJ) sagði, að ef maður skoðar Steingrím Arason sem kennara við kennaraskólann, er um 30 stundir að ræða, en hann er kennari við barnaskólann. Svo er að nokkru leyti um annan kennara, sem ekki er lögskipaður. Annars ætla jeg ekki að vekja þráttan um þetta.

Jeg vona, að hv. þm. (JJ) snúi sjer til hæstv. atvrh. í skólamálinu, úr því það heyrir honum til.