28.04.1925
Efri deild: 62. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í C-deild Alþingistíðinda. (3057)

26. mál, Landsbanki Íslands

Fjármálaráðherra (JÞ):

Út af því, sem hv. 5. landsk. (JJ) sagði, viðvíkjandi þeim orðum manna, að það hefði verið lögð áhersla á það, úr ýmsum áttum, að bankinn fengi sem sjálfstæðasta aðstöðu gagnvart ríkisstjórninni og löggjafarvaldinu, þá skal jeg taka það fram, að jeg átti sjerstaklega við það, sem Krabbe sendiráðsritari leggur áherslu á og prófessor Nielsen sömuleiðis. Krabbe segir í áliti sínu, á bls. 1, að seðlaútgáfan eigi að vera hjá peningastofnun, er bæði sje sjálfstæð gagnvart ríkisstjórn og fjármunahagsmunum einstaklinganna, og hafi mátt til þess að halda uppi peningamálum landsins.