22.04.1925
Efri deild: 58. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í D-deild Alþingistíðinda. (3081)

107. mál, viðbótarbygging við geðveikrahælið á Kleppi

Forsætisráðherra (JM):

Jeg álít þessa viðaukatill. óþarfa, en þó að líkindum alveg meinlausa. Það, sem jeg helst hefi út á hana að setja, er sú tortrygni til bæjarstjórnar Reykjavíkur, sem í henni felst. (JJ: Alls ekki). Bæjarstjórnin hefir jafnan tekið vel í slíkar málaleitanir af ríkisins hálfu. Þessi tortrygni er því ástæðulaus. Borgarstjóri hefir þar að auki óskað samvinnu við ríkisstjórnina í þessu efni. Hann sagði, að hann hygði, að engum hefði dottið annað í hug en að sjálfsagt væri að láta vatnið endurgjaldslaust. Hins vegar geri jeg ráð fyrir, að hættulaust sje að samþykkja till., enda þótt jeg telji hana óþarfa.