02.05.1925
Neðri deild: 70. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í D-deild Alþingistíðinda. (3103)

113. mál, frestun embættisveitinga og sýslana

Flm. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg sem sagt sá ekki þessa brtt. fyr en jeg var byrjaður að tala, eins og hv. þdm. hafa heyrt. Jeg fjekk nærri því snuprur hjá hv. 2. þm. Reykv. (JBald), en jeg verð að segja, að mjer finst ekki hægt að skilja brtt. nema á einn veg, nefnilega í samræmi við mína till. Jeg geng inn á að sleppa upptalningunni, með þeirri hugsun, að það, sem stjórnin sjerstaklega fari eftir, það sjeu þær raddir, sem fram hafa komið í þinginu. Að vísu vita það allir, að jeg ber ekki sjerstakt traust til hæstv. stjórnar, hvorki í þessu efni nje öðrum, en mjer finst hjer vera svo bein gata og óvandrötuð, að hún geti ekki vilst.