15.05.1925
Efri deild: 79. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í D-deild Alþingistíðinda. (3136)

139. mál, verndun frægra sögustaða

Ingvar Pálmason:

Jeg á brtt. við þessa till., en jeg vil strax taka það fram, að jeg tel sjálfan mig ekki öðrum færari til að benda á einn sögustað öðrum frægari, er ganga skyldi fyrir öðrum, er þeir verða endurreistir. Ef að því yrði horfið, að fje yrði veitt til þess að byggja upp slíka staði, ætti að minni ætlun að skifta því fje á milli landsfjórðunganna. Brtt. mína ber að skoða sem bending aðeins, en ekki sem bindandi fyrirmæli. Ennfremur er upptalning sögustaðanna alls ekki tæmandi, því benda má á ýmsa fleiri staði, sem vert er að kæmu til greina, t. d. Haukadalur í Biskupstungum o. s. frv. Einnig vil jeg leyfa mjer að benda á það, hvort ekki þætti rjett, að ríkið reyndi að reisa skorður við því, að slíkir merkisstaðir gengi úr eign þess, ef það á þá enn þá, og eins að það næði eignarhaldi á þeim jörðum forafrægum, sem ekki eru lengur ríkiseign.